Nýr skólastjóri Engidalsskóla er Bolvíkingur

Margrét Halldórsdóttir hefur verið ráðinn skólastjóri Engidalsskóla

Margrét Halldórsdóttir, nýr skólastjóri Engidalsskóla.

Margrét Halldórsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra við Engidalsskóla. Hún tekur við stjórnun skólans frá og með 1. ágúst næstkomandi en mun í vor koma að skipulagi skólastarfsins fyrir næsta skólaár.

Sem kunnugt er hefur verið ákveðið að gera Engidalsskóla að sjálfstæðum skóla af ný en skólinn var á sínum tíma sameinaður Víðistaðaskóla

Margrét hefur meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst, diplóma í opinberri stjórnsýslu og B.ed próf frá KHÍ. Í vor lýkur hún M.ed í tómstunda- og félagsmálafræði frá HÍ. Margrét hefur langa kennslureynslu og hefur komið að skólamálum úr ólíkum áttum, m.a starfað sem sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar og þar á undan sem íþrótta- og tómstundafulltrúi í sama sveitarfélagi. Þar hefur hún farið fyrir innleiðingu á heilsueflandi samfélagi, upplýsingatækni í grunnskólum, átaksverkefni í íslensku og stærðfræði ásamt stefnumótunarvinnu í skólamálum, íþrótta- og forvarnarmálum.

Margrét er Bolvíkingur, nú búsett á Ísafirði og er gift Jóni Arnari Hinrikssyni.

Ummæli

Ummæli