fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirSkimanir hefjast að nýju á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Skimanir hefjast að nýju á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands verður opnuð að nýju þann 4. maí eftir tímabundið hlé sem gert var á brjósta- og leghálsskimunum í samræmi við fyrirmæli Landlæknis vegna Covid-19 faraldursins. Opnunin er með fyrirvara um að faraldurinn blossi ekki upp aftur.

Búið er að opna fyrir tímabókanir

„Við höldum áfram að gera okkar ýtrasta til að fara eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis hafa hæfilega fjarlægð á milli einstaklinga og takmörkunum á fjölda í hverju rými. Því er mikilvægt að sýna þolinmæði og tillitsemi svo unnt sé að fylgja þessum fyrirmælum. Eru konur sem fengið hafa boðsbréf frá Leitarstöðinni hvattar til að bóka tíma sem fyrst,“ segir í tilkynningu frá félaginu

Eru konur beðnar að hafa eftirfarandi í hug:

  • Koma á þeim tíma sem þær hafa bókað, ekki of snemma og ekki of seint.
  • Koma ekki í fylgd með öðrum inn á Leitarstöðina, þurfi þær aðstoð eru þær beðnar um að hafa samband við Leitarstöðina í síma 540 1919.
  • Bíða með að koma til okkar hafi þær flensulík einkenni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2