fbpx
Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirSkíða um stíga og götur bæjarins þegar enginn er snjórinn

Skíða um stíga og götur bæjarins þegar enginn er snjórinn

Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar hefur undanfarið staðið fyrir æfingum á hjólaskíðum á stígum bæjarins en æfingarnar hafa flestar hafist við Sundhöllina.

Árið 2019 var óformlegt félag stofnað um skíðagöngulistina, Gönguskíðafélag Hafnarfjarðar, en síðar var tekið upp nafn gamals félags, Skíða- og skautafélag Hafnafjarðar, sem var öflugt félag á sínum tíma og reisti m.a. skíðaskála í Hveradalabrekkunni, gegnt Skíðaskálanum, en skálinn er nú í eigu skátafélags.

Með höfðuljósum var skíðafólkið áberandi á Strandstígnum við Norðurbakka. – Ljósmynd: Guðni Gíslason ©.

Skíða- og skautafélagið stendur fyrir hjólaskíðahittingum frá Sundhöllinni miðvikudaga kl. 17.30 og sunnudaga kl. 10 þar sem félagarnir hjálpa hverjum öðrum að þjálfa sig á hjólaskíðum sem líkja eftir æfingum á gönguskíðum.

Sveinbjörn Sigurðsson þjálfari. – Ljósmynd: Guðni Gíslason ©

Sveinbjörn Sigurðsson er sem fyrr driffjöðin í starfinu en hann stendur einnig fyrir námskeiðum í skíðagöngu þegar aðstæður leyfa í Bláfjöllum.

Eldhress æfingahópur. – Ljósmynd: Guðni Gíslason ©

Ljósmyndari Fjarðarfrétta fylgdist með æfingu félaganna í síðustu viku þegar myrkrið var að skella á.

Með höfðuljósum var skíðafólkið áberandi á Strandstígnum við Norðurbakka. – Ljósmynd: Guðni Gíslason ©.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2