fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Skemmdarvargar brenndu kamarhús við Hvaleyrarvatn

Það var ljót aðkoman að kamarhúsi við bílastæðið við NA-enda Hvaleyrarvatns í morgun.

Einhverjir hafa gert að leik sínum að kveikja í vönduðu kamarhúsi sem stóð þar til að þjónusta bæjarbúa sem þangað koma.

Ekkert var eftir nema gámagrindin sem húsið stóð á en það er allt úr plasti. Plasttauma má sjá í átt að vatninu en það sem fólk hafði skilið eftir í kömrunum hefur flætt út.

Hér má sjá plasttaumana sem runnu í átt að vatninu.

Þeir sem geta gefið vísbendingar um þá sem voru valdir að brunanum eru hvattir til að hafa samband við lögreglu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,318AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar