Skattrannsóknarstjóri skoðar 25 milljarða kr. greiðslur frá AirBnB til Íslands

Vinna er nú hafin hjá Skattrannsóknarstjóra við frekari greiningu gagna sem bárust um greiðslur frá AirBnB til íslensxkra skattþegna á árunum 2015-2018. Í framhaldinu verður metið hvort þörf er á frekari aðgerðum af hálfu embættisins.

Í lok árs 2018 óskaði skattrannsóknarstjóri eftir gögnum frá Airbnb á Írlandi um fasteignir leigðar til útleigu á Íslandi í gegnum bókunarvefinn.

Með aðstoð írskra skattyfirvalda hafa embættinu nú borist gögn og upplýsingar um greiðslur til íslenskra skattþegna.

Skv. upplýsingunum hafa greiðslur að fjárhæð kr. 25,1 milljarður vegna áranna 2015-2018 borist frá AirBnb.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here