fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Sigur Vals eyðilagði spennuna í Íslandsmótinu

Efstu liðin í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Valur og FH mættust í Kaplakrika í dag. Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og liðin áttu nokkur góð tækifæri á að skora. Valsmenn voru þó heldur sterkari og Gunnar Nielsen mátti oft hafa sig allan við í markinu.

Boltinn á leið í markið er Valur komst yfir 1-0

Það var svo á 19. mínútu að Birkir Már Sævarsson hjá Val skallaði boltann í mark FH-inga eftir vel útfærða aukaspyrnu. Patric Pedersen skoraði svo aftur fyrir Val á 41. mínútu en Steve Lennon svaraði mínútu síðar með góðu marki.

Staðan var því 1-2 í hálfleik. Birkir Már Sævarsson skoraði svo annað mark sitt fyrir FH þegar um tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og Valur bætti svo fjórða markinu við úr vítaspyrnu á 66. mínútu.

Hér vildu margir meina að boltinn hafa farið í höndina á Valsmanninum Eiði Aron Sigurbjörnssyni.

Valur er þá komið með ellefu stiga forskot í efsta sætinu og líkur á Íslandsmeistaratitli til liðsins orðinn ansi mikinn. FH situr í öðru sætinu, hefur leikið vel undanfarið og þurfa leikmenn liðsins að leggja hart að sér til að halda því sæti.

Það má segja að með sigri hafi Valur stolið spennunni úr Íslandsmótinu.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar