Sérsveitin handtók tvo í Klukkubergi

Töluverður viðbúnaður var neðst í Klukkuberginu á níunda tímanum í gærkvöldi er sérsveit lögreglunnari stöðvaði þar bifreið.

Var ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og brot á vopna- og lyfjalögum.

Klukkubergið var lokað um tíma vegna handtökunnar

Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna. Báðir voru þeir handjárnaðir og leiddir inn í lögreglubíl.

Var gatan lokuð um nokkurn tíma á meðan á aðgerðinni stóð.

Báðir mennirnir voru síðan leystir úr haldi þegar búið var að vinna málið skv. upplýsingum frá lögreglunni.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here