fbpx
Laugardagur, febrúar 24, 2024
HeimFréttirSamþykkt að óskað verði eftir tilboðum í uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimilis og...

Samþykkt að óskað verði eftir tilboðum í uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimilis og heilsugæslu við Hringhamar

Bæjarstjórn sammála um markmið en deila um undirbúning

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum sl. miðvikudag að óskað verði eftir tilboðum í uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og mögulega annarrar lífsgæðatengdrar starfsemistarfsemi, á lóðinni við Hringhamar 43 í Hamranesi. Samþykkt var að skipulags- og umhverfissviði og innkauparáði verði falið að undirbúa útboð.

Tillagan hafði verið lögð fram af Margrét Völu Marteinsdóttur (B) í fjölskylduráði sem samþykkti að vísa málinu til bæjarstjórnar til umræðu eins og það er orðað í fundargerð.

Ásakanir um lítinn undirbúning

Málið var reyndar tekið til afgreiðslu í bæjarstjórn og voru nokkuð harðar umræður um málið og í bókun Samfylkingarinnar segir að mikilvægt sé að uppbygging heilbrigðisþjónustu og hjúkrunarheimilis í Hamranesi hefjist sem allra fyrst. Ítrekuðu þeir bókun sína frá 20. September þar sem þeir sögðu að miðað við þau gögn sem lægju fyrir á þeim fundi væri ljóst að ekki hafi mikil vinna farið fram vegna málsins. Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu eftir upplýsingum um þá fundi sem fulltrúar sveitarfélagsins hafa átt með heilbrigðisráðuneytinu, og eftir atvikum öðrum ráðuneytum, til þess að þrýsta á um aðkomu ríkisins að málinu. Farið var fram á að þessar upplýsingar lægju fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar en ekki er að sjá að þau gögn hafi legið fyrir á fundinum í vikunni.

„Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur því miður dregið lappirnar í þessu mikilvæga máli og það eru íbúar sem súpa seyðið af því. Fulltrúar Samfylkingarinnar styðja tillögu fjölskylduráðs en lýsa yfir áhyggjum af því að málið sé vanreifað og ekki nógu vel undirbúið,“ segir jafnframt í bókuninni.

Árni Rúnar Rúnar Þorvaldsson (S) lagði fram tillögu í ljósi þess að engar upplýsingar lægju fyrir um aðkomu ríkisins að þessu stóra verkefni á þessum tímapunkti að bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til frekari umræðu og vinnslu í bæjarráði.

Margrét Vala Marteinsdóttir (B) lagði þá til að bæjarstjórn samþykkti að óskað yrði eftir tilboðum í uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og mögulega annarrar lífsgæðatengdrar starfsemistarfsemi, á lóðinni við Hringhamar 43 í Hamranesi og að skipulags- og umhverfissviði og innkauparáði yrði falið að undirbúa útboð.

Tillaga um að vísa málinu til frekari umræðu í bæjarráði var felld með sjö atkvæðum D, B og C gegn fjórum atkvæðum S.

Í bókun Rósu Guðbjartsdóttur  segir að með tillögunni sé þess freistað að fá hugmyndir fagaðila að uppbyggingu og þjónustu- og rekstrarfyrirkomulagi hjúkrunarheimilis og heilsugæslu með því að auglýsa eftir tilboðum í lóðina. Sagði hún að undanfarin ár hafi verið stigin mikilvæg skref í uppbyggingu þjónustu við eldra fólk í Hafnarfirði, sem rekja megi til ákvörðunar frá árinu 2015 um að undirbúa skyldi uppbyggingu slíkrar þjónustu á Sólvangsreitnum, en hinkrað með uppbyggingu í Skarðshlíð/Hamranesi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2