fbpx
Laugardagur, nóvember 2, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSamningur um ævintýranámskeið í Hafnarfirði fyrir fötluð börn undirritaður

Samningur um ævintýranámskeið í Hafnarfirði fyrir fötluð börn undirritaður

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra undirrituðu í dag samning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um ævintýranámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun og/eða sérþarfir í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði.

Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðukona í Reykjadal segir það mjög mikilvægt að geta boðið fötluðum börnum upp á fjölbreytta valkosti á sumrin. „Ófatlaðir jafnaldrar þeirra hafa oft um mörg sumarnámskeið að velja. Nú sem aldrei fyrr er rík þörf fyrir tilbreytingu og að rjúfa félagslega einangrun fatlaðra barna í valdeflandi umhverfi.“

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra skrifuðu undir samninginn í dag. Með þeim eru Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi, Hörður Sigurðsson, formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðukona í Reykjadal og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Alls hafa fjögur ný verkefni orðið að veruleika vegna ríflega 100 milljóna króna styrks frá félagsmálaráðuneytinu sem veittur er sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid-19. Fyrr í sumar skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undir samning um Sumarfrí fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal og á Húsavík og Sumarfrí fyrir fullorðið fatlað fólk á Hótel Heklu. Og í dag er einnig skrifað undir samning um Ævintýrabúðir Reykjadals í Háholti í Skagafirði fyrir börn með ADHD og/eða einhverfu og aðrar skildar raskanir.

Alls taka um 500 einstaklingar þátt í sumarverkefnum Reykjadals. Mikil ánægja hefur verið með þessa viðbót við starfsemina og svo sannarlega mikil þörf á. Í fyrsta sinn síðan árið 2014 tókst að veita öllum þeim sem voru á biðlista undanfarin ár pláss í Reykjadal.

Ekki þarf alltaf að fara eftir bókinni..

Börnin koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og og víðar af Reykjanesi. Er ánægja með astöðuna við Lækinn og var ekki annað að sjá en að börnin uni sér vel þar við ýmsa leiki og störf. Hvert barn tekur þátt í 5 daga námskeiði.

Mörg af þessum börnum og fjölskyldur þeirra hafa verið félagslega einangruð í faraldrinum. „Það veitir foreldrum vellíðan og öryggi að vita að barnið sitt fái þann stuðning sem það þarf og hlakki til að koma til okkar,“ segir Margrét Vala.

Ágúst Bjarni Garðarsson og Ásmundur Einar Daðason nýttu sér aðstöðuna vel.
Þrátt fyrir ágæta takta tapaði ráðherrann 0-7 fyrir bæjarfulltrúanum.

Var samningurinn undirritaður við borðtennisborð á staðnum og eftir undirritunina skoraði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs á Ásmund Einar í borðtennis og þrátt fyrir góða takta ráðherra mátti hann þola 0-7 tap fyrir Ágústi. Ásmundur fékk þó sárabót því ein stúlkan á námskeiðinu skar fyrstu sneiðina af glæsilegri köku handa ráðherranum og var sneiðin í stærra laginu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2