Sameiginlegt lið BH, ÍA og Hamars Íslandsmeistarari í B-deildinni

Lið BH í A deildinni og meistaradeildinni varð í öðru sæti á mótinu

Deildakeppni BSÍ, Íslandsmót fullorðinsliða í badminton, fór fram í TBR húsunum um helgina. BH átti fimm lið á mótinu, flest allra félaga. Eitt lið í meistaradeild, tvö í A deild og tvö í B deild.

Lið BH, ÍA og Hamars sem tók þátt í B-deild sigraði á mótinu og eru því Íslandsmeistarar liða í B-deild. Í liðinu voru þau Emil Lorange Ákason, Freyr Víkingur Einarsson, Þorleifur Fúsi Guðmundsson, Lilja Berglind Harðardóttir, Sara Bergdís Albertsdóttir og Stefán Steinar Guðlaugsson frá BH, Máni Berg Ellertsson frá Badmintonfélagi Akraness og Margrét Guangbing Hu frá Hamri í Hveragerði.

Íslandsmeistararnir í B-deild. Frá vinstri: Margrét, Freyr, Sara, Stefán, Emil, Lilja, Fúsi, Máni.

Í meistaradeild varð lið BH í öðru sæti eftir harða baráttu við lið TBR. Í liði BH voru Davíð Phuong, Erla Björg, Gabríel Ingi, Gerda, Margrét, Rakel Rut, Róbert Ingi, Sigurður, Sólrún Anna og Una Hrund.

Meistaradeildarlið BH. Frá vinstri: Margrét, Davíð, Róbert, Gabríel, Sólrún, Gerda, Sigurður, Una, Rakel, Erla.

Þá urðu lið BH í A deildinni og meistaradeildinni í öðru sæti á mótinu.

Ummæli

Ummæli