Framkvæmdum við smíði nýrrar Krýsuvíkurkirkju í nákvæmri eftirmynd þeirrar sem brennd var fyrir all mörgum árum er næstum lokið. Því var það mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og nemendur Tækniskólans, gamla Iðnskólans í Hafnarfirði að koma að kirkjunni með tvær brotnar rúður í morgun.
Ekker annað en skemmdarfísn virðist hafa ráðið för enda engu að stela og brotnar rúður ekki leið til að komast inn í kirkjuna.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um mannaferði sl. sólarhring við kirkjuna sem stendur á lokuðu svæði við skólann eru beðnir að hafa samband við lögreglu.