fbpx
Fimmtudagur, apríl 18, 2024
HeimFréttirRáðist á netkerfi Hafnarfjarðarbæjar - Miklar truflanir á net- og símasambandi

Ráðist á netkerfi Hafnarfjarðarbæjar – Miklar truflanir á net- og símasambandi

Net- og símasamband lá niðri í langan tíma í gær á stofnunum Hafnarfjarðarbæjar og dæmi var um að fólk þurfti að fara heim til að geta unnið vinnuna sína.

Eðlilegu netsamband komst aftur á í gærkvöldi en starfsmenn bæjarins upplifðu truflanir á netsambandi og síma í morgunsárið. Nær það til allra starfsstöðva sveitarfélagsins.

Í tilkynningu á vefsíðu bæjarins, sem þó er virk, segir að áframhaldandi greiningarvinna sé í gangi og eins og staðan sé núna þá sé erfitt að segja til um hver framvindan verði.

Skv. heimildum Fjarðarfrétta er orsökin netárás og hefur það fengist staðfest hjá Hafnarfjarðarbæ:

„Miðað við fyrstu greiningargögn er að öllum líkindum um að ræða utanaðkomandi árás á netkerfi bæjarins sem veldur því að eðlileg netumferð, eins og tengingar við hýsingaraðila, símkerfi og raun öll netnotkun, verður undir í yfirflóði gagna. Slíkar árásir eru nokkuð algengar en hafa til þessa haft lítil sem engin áhrif á nettengingar sveitarfélagsins. Hér er um að ræða fyrstu vísbendingar um orsök truflana.

Greiningarvinna mun halda áfram og viðeigandi ráðstafanir vera gerðar til að draga úr líkum á því að slíkar truflanir gerist aftur þó aldrei sé hægt að koma alveg í veg fyrir svona árásir. Íbúum og öllum þeim sem reyna að hafa samband við sveitarfélagið er þakkaður sýndur skilningur.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2