fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirPólitíkWillum Þór leiðir lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Willum Þór leiðir lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á aukakjördæmisþingi sem haldið var rafrænt í gær. Prófkjör hafði áður farið fram um efstu 5 sæti listans og gerði kjörstjórn tillögu um önnur sæti listans í samræmi við reglur flokksins.

Oddviti listans er Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.  Í öðru sæti á eftir honum er Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, í þriðja sæti er Anna Karen Svövudóttir, samskiptafulltrúi og ferðamálafræðingur, í fjórða sæti er Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi og í fimmta sæti er Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og laganemi.

„Listinn er skipaður öflugum og fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið að leggja allt sitt fram í þágu Suðvesturkjördæmis og landsins alls á grunni hugsjóna Framsóknarflokksins um samvinnu og jöfnuð.  Stór verkefni eru framundan og það verður ekkert hik á okkur við að búa sem best í haginn og byggja af krafti aftur upp efnahagslífið og samfélagið allt að loknum heimsfaraldrinum,” segir Willum Þór Þórsson í tilkynningu.

Framboðslisti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021

  1. Willum Þór Þórsson, Kópavogi
  2. Ágúst Bjarni Garðarsson, Hafnarfirði
  3. Anna Karen Svövudóttir, Hafnarfirði
  4. Kristín Hermannsdóttir, Kópavogi
  5. Ívar Atli Sigurjónsson, Kópavogi
  6. Svandís Dóra Einarsdóttir, Garðabæ
  7. Ómar Stefánsson, Kópavogi
  8. Halla Karen Kristjánsdóttir, Mosfellsbæ
  9. Baldur Þór Baldvinsson, Kópavogi
  10. Margrét Vala Marteinsdóttir, Hafnarfirði
  11. Valdimar Víðisson, Hafnarfirði
  12. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, Garðabæ
  13. Einar Gunnarsson, Hafnarfirði
  14. Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Mosfellsbæ
  15. Árni Rúnar Árnason, Hafnarfirði
  16. Dóra Sigurðardóttir, Seltjarnarnesi
  17. Páll Marís Pálsson, Kópavogi
  18. Björg Baldursdóttir, Kópavogi
  19. Sigurjón Örn Þórsson, Kópavogi
  20. Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock, Garðabæ
  21. Einar Sveinbjörnsson, Garðabæ
  22. Helga Björk Jónsdóttir, Garðabæ
  23. Einar Bollason, Kópavogi
  24. Hildur Helga Gísladóttir, Hafnarfirði
  25. Birkir Jón Jónsson, Kópavogi
  26. Eygló Harðardóttir, Mosfellsbæ

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2