fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkSamfylkingin hefur kynnt áherslumál sín

Samfylkingin hefur kynnt áherslumál sín

Leikskóli frá 12 mánaða aldri, stóraukin heimaþjónusta fyrir aldraða og húsnæði á viðráðanlegum kjörum

Samfylkingin í Hafnarfirði hefur kynnt áherslumál sín í komandi bæjarstjórnarkosningum. Kynningin fór fram í tengslum við formlega opnun kosningaskrifstofu framboðsins. Adda María Jóhannsdóttir oddviti framboðsins segir tímabært að setja fólkið aftur í forgang í Hafnarfirði. Í ávarpi sínu fór hún yfir eftirfarandi áhersluatriði Samfylkingarinnar:

Stóraukið framboð húsnæðis

  • Hafnarfjörður hefur dregist aftur úr hvað varðar uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og því er ætlum við að breyta. Tryggja á nægt framboð af lóðum og bjóða upp á fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði, meðal annars í samstarfi við við félög sem ekki eru rekin í hagnaðarsjónarmiði. Markmiðið er að allir geti notið húsnæðisöryggis í Hafnarfirði.

Stórsókn í leikskólamálum – öll börn í leikskóla frá 12 mánaða aldri

  • Brýnt er að blása til stórsóknar í leikskólamálum Í Hafnarfirði. Samfylkingin leggur áherslu að byggja fleiri leikskóla, opna ungbarnadeildir og sérhæfða ungbarnaleikskóla samhliða því að bæta starfsaðstæður leikskólakennara. Markmiðið er að tryggjum öllum börnum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri og auka sjálfstæði og sveigjanleika leikskólakennara í starfi.

Stóreflum heimaþjónustu og mætum ólíkum þörfum eldri borgara

  • Fjölga þarf hjúkrunarrýmum samhliða því að stórefla heimaþjónustu og tryggja að það verði raunverulegur valkostur að fólk geti búið sem lengst heima.

Bær fyrir alla

  • Markvisst verði unnið að því að draga úr gjaldtöku og tekin skref í átt að því að gera leik- og grunnskóla gjaldfrjálsa, hækka frístundastyrki og tryggja öllum börnum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi með aukinni áherslu á listnám.
  • Leggjum áherslu á samveru fjölskyldna með skrefum í átt að styttingu vinnuviku og styttum vinnudag barna með aukinni samþættingu skóla og frístunda.
  • Eflum miðbæinn okkar enn frekar og bætum grænu svæðin svo bæjarbúar geti notið útivistar og samverustunda.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2