Nær þriðjungur frambjóðenda úr Hafnarfirði

15,8% frambjóðenda í Suðvesturkjördæmi koma utan kjördæmisins

Hafnarfjörður - Ljósmynd: Guðni Gíslason

Suðvesturkjördæmi er langstærsta kjördæmi landsins með 69.498 á kjörskrá eða um 28% kjósenda. Reykjavíkurkjördæmi norður sem er næst stærst er aðeins með 19% kjósenda.

Til kjördæmisins telur Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

Kjördæmið hefur 13 þingsæti, 11 kjördæmissæti og 2 jöfnunarsæti.

Tíu stjórnmálasamtök bjóða fram í Suðvesturkjördæmi og hvert framboð er með 26 frambjóðendur á lista.

Ef tekið er mið af fjölda kjósenda í Hafnarfirði í hlutfalli við fjölda kjósenda í kjördæminu ættu 78 frambjóðendur að koma úr Hafnarfirði ef rétt væri skipt en eru 77. Ekkert segir að frambjóðendur eigi að skiptast hlutfallslega jafnt á sveitarfélögin en fróðlegt er að sjá skiptingin er nokkuð jöfn. Helst sker Kópavogur og Mosfellsbær sig úr. Kópavogur er stærsta sveitarfélagið með 37,3% kjósenda en eru með 68 frambjóðendur en ættu að vera með 97 frambjóðendur ef jafn væri skipt. Mosfellsbær er með 19 frambjóðendur en ættu að vera með 27 frambjóðendur ef jaft væri skipt.

FramboðKjósendur% af kjördæmiFrambjóðendur% af frambjóðendum
Hafnarfjörður20.83430%7629,2%
Garðabæ11.71716,9%4015,4%
Kópavogur25.91137,3%6826,2%
Seltjarnarnes3.4655%114,2%
Mosfellsbær7.37810,6%197,3%
Kjósarhreppur1920,3%
31,2%

15,8% frambjóðenda búa ekki í kjördæminu

Þegar búseta frambjóðenda eru skoðuð kemur í ljós að 15,8% frambjóðenda búa ekki í kjördæminu. Flestir búa í Hafnarfirði, 28,5% og næstflestir í Kópavogi 26,2% en þar búa 37,3% kjósenda.

Alþýðufylkingin sker sig úr þegar skoðað er hlutfall frambjóðenda sem búa utan kjördæmisins en 61,5% frambjóðenda flokksins búa utan kjördæmisins. Píratar eru með næst hæst hlutfall, 26,9% en frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins búa allir í kjördæminu og 96,2% frambjóðenda Framsóknarflokksins búa í kjördæminu.

29,6% frambjóðenda koma úr Hafnarfirði

Eins og áður segir, koma 77 frambjóðenda úr Hafnarfirði eða 29,6%. Hæst hlutfall Hafnfirðinga á lista er hjá Miðflokknum, 46,2% en lægst hjá Alþýðufylkingunni, 15,4%.

FramboðFrambjóðendur
úr Hafnarfirði
% af frambj.Utan kjörd.% af frambj.
A - Björt framtíð623,1%27,7%
B - Framsóknarflokkurinn623,1%13,8%
C - Viðreisn1038,5%
311,5%
D - Sjálfstæðisflokkurinn623,1%00%
F - Flokkur fólksins830,8%311,5%
M - Miðflokkurinn1246,2%519,2%
P - Píratar726,9%726,9%
R - Aþýðufylkingin415,4%1661,5%
S - Samfylkingin726,9%311,5%
V - Vinstri græn1038,5%311,5%
Samtals7729,6%4316,5%

Þrjú af 10 framboðum eru með Hafnfirðing í fyrsta sæti og 5 af framboðunum eru með Hafnfirðing í einum af 3 efstu sætum.

Hjá fjórum framboðum býr efsti maður ekki í kjördæminu.

  • Viðreisn, Flokkur fólksins og Alþýðufylkingin eru með Hafnfirðing í fyrsta sæti.
  • Björt framtíð er með efsta Hafnfirðing í 2. sæti.
  • Framsóknarflokkur og Samfylking eru með efsta Hafnfirðing í 3. sæti
  • VG er með efsta Hafnfirðing í 4. sæti.
  • Efsti Hafnfirðingur á lista Miðflokksins er í 6. sæti
  • Efsti Hafnfirðingur á lista Sjálfstæðisflokksins er í 7. sæti
  • Efsti Hafnfirðingur á lista Pírata er í 9. sæti