Hafnarfjarðarbær fær hagstætt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Óverðtryggt með 5,15% vöxtum nú

Frá fundi bæjarstjórnar

Lánasjóður sveitarfélaga hefur nú lokið fjármögnun á hagstæðum kjörum vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.

Bæjarráð samþykkti í morgun að leggja til við bæjarstjórn að samþykkt verði bókun um að að gengið verði frá lántöku að fjárhæð 530.000.000.- kr. til 15 ára. Lánið er óverðtryggt og uppgreiðanlegt á vaxtagjalddögum hvenær sem er á lánstímanum og ber 6 mánaða REIBOR millibankavexti auk 0,50% vaxtaálags, nú 5,15%.

Þá upplýsti fjármálastjóri Hafnarfjarðar að ekki hafi þurfti að nýta heimild til að taka skammtímalán vegna uppgjörsins eins og reiknað hafði verið með.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here