fbpx
Laugardagur, febrúar 24, 2024
HeimFréttirPólitíkGuðlaug segir skilið við Bjarta framtíð

Guðlaug segir skilið við Bjarta framtíð

Situr í bæjarstjórn út kjörtímabilið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir oddviti Bjartrar Framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórna hefur tilkynnt að leiðir hjá henni og Bjartri framtíð.

Eftir alvarlegan trúnaðarbrest sagði hún sig úr stjórn Bjartrar framtíðar en hún var formaður stjórnar og hafði þá nýlega tekið við sem starfandi formaður eftir að Óttar Proppé hafði sagt af sér formennsku í kjölfar hörmulegrar niðurstöðu í síðustu alþingiskosningum. Var þá hart sótt að henni að segja af sér.

Guðlaug tilkynnti það á Facebook síðu sinni nú síðdegis að hún segði skilið við Bjarta framtíð og gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi forystu fyrir flokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Hún mun halda áfram sem bæjarfulltrúi út kjörtímabilið og segist ekki vera hætt í pólitík.

Yfirlýsingu hennar má sjá hér:

„Í nóvember í fyrra sagði ég skilið við stjórn Bjartrar framtíðar í kjölfar alvarlegs trúnaðarbrests. Ég hef haldið ótrauð áfram starfi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en óneitanlega verið hugsi um áframhaldandi starf undir merkjum BF að loknu þessu kjörtímabili. Niðurstaða mín er að hér skilja leiðir. Ég mun ekki gefa kost á mér áfram í forystu fyrir Bjarta framtíð í sveitastjórnarkosningunum í vor. Þetta er ekki auðveld ákvörðun, eftir fjögurra ára viðburða- og árangursríkt samstarf með góðu fólki sem ég hef fengið þann heiður að leiða. Saman erum við að skila af okkur góðri og vandaðri vinnu sem ég vil gjarnan fylgja eftir með áframhaldandi starfi fyrir bæinn minn. Ég klára að sjálfsögðu hér eftir sem hingað til þau verkefni sem ég hef með höndum í umboði bæjarbúa og þakka Bjartri framtíð fyrir lærdómsríka samfylgd.“

Skv. heimildum Fjarðarfrétta eru uppi hugmyndir um sameiginlegt framboð með Viðreisn og jafnvel fleiri flokkum og hefur a.m.k. einn fundur verið haldinn.

Þó ákvörðun Guðlaugar komi nokkuð óvænt núna þá kemur hún mörgum ekki mjög á óvart eftir atburðarásina í haust. Guðlaug bauð sig fram til Alþingis fyrir Bjarta framtíð í norðvestur kjördæmi og galt mikið afhroð og fékk framboðið næst minnst fylgi sem Björt framtíð fékk í kosningunum.

Guðlaug er bæjarfulltrúi, forseti bæjarstjórnar, varaformaður bæjarráðs, formaður fjölskylduráðs, situr í fulltrúaráði SSH, situr í stjórn Strætó og er varamaður í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2