Framsókn fer prófkjörsleiðina í Kraganum

Hildur Helga, fráfarandi formaður við fundarskjáinn

Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Suðuvesturkjördæmi, KFSV, sem haldið var í gær samþykkti einróma að lokað prófkjör færi fram þann 10. apríl nk. til að velja frambjóðendur í fimm efstu sætin á frambosðlista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir næstu alþingiskosningar og að leitað yrði leiða til að valið gæti farið fram með rafrænum hætti.

Kjördæmisþingið fór fram í fjarfundi og er það í fyrsta sinn sem þingið er haldið á þann hátt. Skráðir fulltrúar á þingið voru rúmlega eitthundrað. Þingstörfin og rafrænar kosningar gengu vel fyrir sig þótt aðstæður fundarins væru óvenjulegar.

Hildur Helga hætt eftir 14 ára formannssetu

Hildur Helga Sigurðardóttir fráfarandi formaður og Eygló Þóra Harðardóttir nýr formaður.

Eygló Þóra Harðardóttir var kjörin nýr formaður KFSV en Hafnfirðingurinn Hildur Helga Gísladóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 14 ár á formannsstóli.

Í stjórnina með Eygló voru kjörin Guðmundur Birkir Þorkelsson, Margrét Sigmundsdóttir, Pétur Einir Þórðarson, Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Guðmundur Einarsson og Úlfar Ármannsson.

Willum Þór Þórsson er eini þingmaður Framsóknarflokksins í Kraganum.

Ummæli

Ummæli