fbpx
Sunnudagur, apríl 14, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkElva Dögg leiðir lista VG

Elva Dögg leiðir lista VG

Tólf nýliðar á listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir bæjar­­fulltrúi mun leiða lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnar­kosn­ingunum í vor. Þó nokkur endur­nýjun er á listanum frá 2014 og eru 10 nýir einstaklingar á honum.

Meðal nýrra á listanum eru Kristrún Birgis­dóttir sem skipar 3. sætið og Davíð Arnar Stefánsson sem skipar 6. sætið en hann er eiginmaður Margrétar Gauju Magnúsdóttur bæjar­fulltrúa Samfylk­inginnar.

Vinstri grænir fengu 11,7% fylgi og einn mann kjörinn í síðustu kosningum og höfðu þá tapað um 20% fylgi en hélt áfram einum manni.

Listann skipa eftirfarandi:

 1. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi
 2. Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður
 3. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur í framhaldsskólamálum
 4. Júlíus Andri Þórðarson, laganemi
 5. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, hjúkrunarnemi
 6. Davíð Arnar Stefánsson, verkefnastjóri hjá Landgræðslunni
 7. Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi
 8. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘
 9. Agnieszka Sokolowska, bókasafnsfræðingur
 10. Árni Áskelsson, tónlistarmaður
 11. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, íslenskunemi
 12. Christian Schultze, umhverfis- og skipulagsfræðingur
 13. Jóhanna Marín, sjúkraþjálfi og leiðsögumaður
 14. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR
 15. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði
 16. Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri og tenór
 17. Hlíf Ingibjörnsdóttir, leiðsögumaður
 18. Sigurbergur Árnason, arkitekt og leiðsögumaður
 19. Damian Davíð Krawczuk, túlkur og hundaræktandi
 20. Birna Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
 21. Gestur Svavarsson, bankamaður
 22. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2