fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimFréttirPólitíkAdda María oddviti á mjög endurnýjuðum lista Samfylkingarinnar

Adda María oddviti á mjög endurnýjuðum lista Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur tilkynnt framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Adda María Jóhannsdótir, nýr oddviti Samfylkingarinnar.

Samfylkingin hefur tilkynnt framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Skv. ákvörðun félagsfundar valdi kjörnefnd á listann en ljóst var að miklar breytingar yrðu á listanum þar sem tveir bæjarfulltrúar, Gunnar Axel Axelsson oddviti flokksins og Margrét Gauja Magnúsdóttir höfðu tilkynnt að þau gæfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Þá gaf aðeins einn af þremur bæjarfulltrúunum kost á sér áfram.

Það kom ekki á óvart að Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi var valin til að leiða listann og að Friðþjófur Helgi Karlsson yrði ofarlega á listanum en þau voru einu sitjandi bæjar- og varabæjarfulltrúar sem gáfu kost á sér.

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað frá framboðslistanum fyrir síðustu kosningar og aðeins þau Adda María og Friðþjófur Helgi þau voru á listanum 2014 og eru í 18 efstu sætum listans nú.

Framboðslistinn er þannig skipaður:

1. Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og varabæjarfulltrúi
3. Sigrún Sverrisdóttir, leiðbeinandi í fyrstu hjálp
4. Stefán Már Gunnlaugsson, prestur
5. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari
6. Sigríður Ólafsdóttir, leikskólastjóri
7. Steinn Jóhannsson, konrektor
8. Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, stærðfræðingur
9. Einar Pétur Heiðarsson, verkefnastjóri
10. Vilborg Harðardóttir, háskólanemi
11. Sverrir Jörstad Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri
12. Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi
13. Matthías Freyr Matthíasson, laganemi
14. Svava Björg Mörk, doktorsnemi
15. Guðjón Karl Arnarson, forstöðumaður
16. Þórunn Blöndal, málfræðingur
17. Colin Arnold Dalrymple, stjórnmálafræðingur
18. Elín Lára Baldursdóttir, þjónn
19. Gylfi Ingvarsson, vélvirki og formaður 60+
20. Dóra Hansen, innanhússarkitekt
21. Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi
22. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2