fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirÓvissustigi lýst yfir vegna kórónaveirunnar – Ekkert smit hefur fundist á Íslandi

Óvissustigi lýst yfir vegna kórónaveirunnar – Ekkert smit hefur fundist á Íslandi

2.886 hafa greinst með smitið í heiminum

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar 2019-nCoV. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi.

Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Faraldurinn breiðist hratt út en enn sem komið er hafa flest tilfellin greinst í Kína.

Í ljósi þessa, og á grundvelli áhættumats Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Sóttvarnarstofnunar ESB, hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV).

Óvissustigi er lýst þegar grunur vaknar um að yfirvofandi sé atburður sem hefur áhrif á lýðheilsu. Í kjölfarið er samstarf stofnana aukið, sem og upplýsingamiðlun. Vöktun er efld, áhættumat endurskoðað svo oft sem þurfa þykir og birgðastaða nauðsynlegra bjarga er könnuð og skráð. Farið er yfir viðbragðsáætlanir og fyrirliggjandi verkferla.

Frekari upplýsingar má finna  hér:  www.almannavarnir.is og www.landlaeknir.is

81 látinn, þrír hafa greinst með vírusinn í Frakklandi

Alls hafa 2.886 smitast af veirunni í heiminum og þar af 2.825 í Kína, 8 í Hong Kong og Tælandi, 6 í Makaó (borg sem er sérstjórnarhérað í Kína á sama hátt og Hong Kong), 5 í Ástralíu, Tævan og Bandaríkjunum.

Þá hefur þrír greinst með vírusinn í Frakklandi og einn í Kanada.

Fylgjast má með tölulegum upplýsingum hér en þar kemur fram að 81 hefur látist af völdum vírussins og 59 er skráðir hafa náðst sér eftir að hafa sýkst.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2