fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirÖlvaður á ofsahraða ók á hlaðinn vegg í íbúðagötu

Ölvaður á ofsahraða ók á hlaðinn vegg í íbúðagötu

22 metra bremsuför og bíllinn var á leið upp götuna

22 metra bremsuför mældust

Ölvaður ökumaður ók bílnum sínum á grjóthleðslu og endaði hálfur inni í garði í Klukkuberginu um áttaleytið í kvöld.

Íbúar heyrðu hávaða þegar bílnum var ekið upp götuna á ofsahraða yfir hraðahindrun en stuttu síðar er sveigja á götunni og ökumaðurinn bremsaði og mældust bremsuförin 22 m áður en bíllinn skall á grjótkanti. Lögreglumaður sem býr við götuna heyrði lætin og sá þegar vel ölvaður maðurinn kom út úr bílnum og tók á rás. Lögreglumaðurinn hljóp hann uppi og handjárnaði en maðurinn brást afar illa við.

Telja menn með ólíkindum hvað hann hefur náð miklum hraða á leiðinni upp götuna, en bíllinn er af gerðinni Ford Focus. Telja menn að bíllinn hafi verið á a.m.k. 70-80 km hraða áður en ökumaðurinn bremsaði en hámarkshraði í götunni er 30 km/klst.

Telja íbúar mikla mildi að enginn var á ferð í götunni en þó nokkuð er af börnum í götunni.

Bíllinn endaði kyrfilega fastur uppi á steinkanti.

Bíllinn kominn á dráttarbíl

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2