fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirNýir hlaðvarpsþættir um fjármál

Nýir hlaðvarpsþættir um fjármál

Umboðsmaður skuldara hefur sett í loftið hlaðvarpsþætti um fjármál. Þættirnir eru í umsjónJúlí Heiðars Halldórssonar og heita Leitin að peningunum. Í þáttunum er rætt við áhugavert fólk úr ýmsum áttum um fjármál og hvaða aðferðir þau hafa tileinkað sér í leitinni að peningunum. Þættirnir eru hugsaðir fyrir alla þá sem vilja temja sér heilbrigð viðhorf til fjármála og stefna að fjárhagslegu sjálfstæði. Þættirnir eru ekki síst gagnlegir fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjármálum.

Fyrstu tveir þættirnir eru þegar komnir í loftið og er þar rætt við Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka sem ræðir um árangur í fjármálum og sparnað og Pál Pálsson fasteignasala sem gefur góð ráð um fyrstu íbúðarkaup.

Hægt er að hlusta á þættina á Spotify, Apple og Google podcasts auk þess sem hægt er að nálgast þá á vefsvæðinu www.leip.is en þar er einnig að finna fjölbreyttan fróðleik um fjármál greinar og myndbönd.

Hlaðvarpsþættirnir Leitin að peningunum er framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2