fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirNýir eigendur elstu golfbúðar landsins

Nýir eigendur elstu golfbúðar landsins

Gestur Már og Harpa keyptu Golfbúðina

Harpa og Gestur

Golfbúðin Hafnarfirði hefur fengið nýja eigendur en hjónin Harpa Þorleifsdóttir og Gestur Már Sigurðsson keyptu rekstur Golfbúðarinnar af þeim hjónum Sigurgísla Skúlasyni og Kristínu Úlfljótsdóttur 1. október síðastliðinn.

Sigurgísli og Kristín stofnuðu Golfbúðina árið 1995 og var búðin fyrstu árin í Kaupfélagshúsinu á Strandgötu, fyrst í litlu rými á annarri hæð, en eftir því sem Golfbúðin dafnaði, lagði hún undir sig stærra og stærra rými, þar til hún var nánast kominn með alla aðra hæðina. Árið 2003 var hún svo búin að sprengja utan af sér húsnæðið og flutti hún þá á Dalshraun 13, þar sem hún var allt til febrúar 2017 þegar hún flutti í núverandi húsnæði að Dalshrauni 10 sem snýr að Stakkahrauni.

Bakari og golfáhugamaður

Gestur Már Sigurðsson í Golfbúðinni

Gestur, sem er fæddur og uppalinn Borgnesingur, er bakari að mennt og sér um daglegan rekstur Golfbúðarinnar. Hann er mikill golfáhugamaður að eigin sögn og hefur leikið golf í um 45 ár. Gestur hóf störf hjá Sigurgísla  í Golfbúðinni árið 2006 og var hjá honum til 2014, þegar ég fór aftur í baksturinn í Bæjarbakarí, en kom svo aftur um áramótin 2017/18. Þá varð að samkomulagi að þau hjónin keypti búðina að tveimur árum liðinum.

Harpa er Gaflari og sér um bókhaldshliðina og búa þau í Hafnarfirði.

Í versluninni starfar einn sölumaður með Gesti á veturna en tveir bætast við yfir sumartímann.

Sala á fatnaði stór hluti veltunnar

Verslunin er 570 m² að stærð og veitir ekki af enda mikið vöruúrval. Að sögn Gests er fatnaður sífellt stærra hlutfall af sölu verslunarinnar enda er úrvalið gott.

Nýlega hóf golfbúðin sölu á vörum fyrir frisbí golf, jafnt diska sem frísbí körfur og bakpoka. Þá er að finna gott úrval af fjarlægðarmælum sem nýtast bæði fyrir frisbí golf sem venjulegt golf.

Finna má ýmiskonar æfingatæki fyrir golfara og þarna ætti ekki að vera erfitt að finna gjafir handa golfáhugafólki.

Vöruúrvalið má sjá á heimasíðu verslunarinnar www.golfbudin.is.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2