fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimFréttirNokkur viðbúnaður á Austurgötunni er sprengikúla fannst

Nokkur viðbúnaður á Austurgötunni er sprengikúla fannst

Sprengikúla fannst við íbúðarhús á Austurgötunni í morgun þar sem unnið var að lóðarframkvæmdum. Hafði verið mokað með gröfu framan við tröppur að húsinu og rétt undir yfirborðinu fannst um 15 cm sprengikúla.

Var lögregla kölluð til að mættu á staðinn fulltrúar frá sprengjusveit Landhelgisgæslunnar og sérsveitar lögreglunnar.

Sprengikúlan sem fannst við tröppurnar.

Ekki er vitað hvernig kúlan hafnaði þarna og gæti hún eins verið safngripur sem hafnað hefur þarna fremur en leifar úr síðari heimsstyrjöldinni.

Lögregla sá til þess að fólk færi ekki nærri sprengjunni og íbúi hússins fór af staðnum. Leitað var með málmleitartækjum að fleiri sprengjukúlum en ekkert meira hafði fundist er blaðamaður Fjarðarfrétta var á staðnum.

Húsið sem kúlan fannst við er á baklóð og nr. 27b við Austurgötu.

Leitað var með málmleitartæki að fleiri sprengikúlum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2