Nemendur í Nú söfnuðu 92 vinningum og seldu 916 happdrættismiða

Nemendur í 9. og 10. bekk í skólanum Nú stóðu fyrir happdrætti á dögunum til að safna í ferðasjóð.

Nemendur í 10. bekk eru 19 og voru þeir að safna fyrir útskriftarferð sem farin verður í vor og er stefnan tekin á að upplifa fjölbreytt ævintýri á suðurlandi.

Nemendur í 9. bekk eru 18 og voru þeir að safna fyrir skólaferð á Laugarvatn.

Til að happdrætti sé áhugavert þarf að safna mörgum glæsilegum vinningum og það tókst því alls söfnuðust 92 vinningar. Til að afraksturinn sé góður þarf að sjálfsögðu að selja marga miða og alls seldust 916 happdrættismiðar, reyndar með góðri hjálp 29 nemenda 8. bekkjar skólans.

Sl. fimmtudag var svo dregið í happdrættinu við hátíðlega athöfn í skólanum. Athöfninni var streymt á netinu, þar sem foreldrar og aðrir fylgdust spenntir með.

Þau Emelía í 10 bekk, Ásta í 9. bekk, Kári í 9. bekk og Rökkvi Hrafn í 10. bekk voru kynnar kvöldsins og kynntu vinningana og vinningsnúmerin en þeir Ísleifur og Garðar sáu um tæknimálin.

Útsendingin var svo krydduð með myndbandi frá haustönn skólans og þær Messíana og Gréta Þórey spiluðu og sungu.

Greinilega var góð stemming hjá nemendunum sem láta Covid-19 ekki setja sig út af laginu.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta var á staðnum og má sjá hér nokkrar myndir frá kvöldinu.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here