Lionsklúbbur gaf heilsugæslu blóð­þrýst­­ings­mæli og barna­vogir

Heilsugæslan í Firði naut góðs af

Thelma B. Árnadóttir, fagstjóri hjúkrunar, Ólöf Helga Júlíusdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir yfir­lækn­ir, Sesselja G. Sigurðardóttir, Elísabet Guð­munds­dóttir, formaður Kaldár, Vigdís I. Ásgeirs­dóttir, Jórunn Jörundsdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Helga R. Stefánsdóttir og Jörundur Kristinsson læknir.

Þann 25. maí sl. afhenti Lionsklúbburinn Kaldá gjafir til Heilsugæslunnar í Firði, blóðþrýstingsmæli á standi og tvær ungbarnavogir.

Yfirlæknir stöðvarinnar Guðrún Gunnarsdóttir og Thelma B. Árnadóttir fagstjóri hjúkrunar tóku á móti gjöfunum en formaður klúbbsins, Elísabet Guðmunds­dóttir og formaður verkefnanefndar, Jórunn Jörunds­dóttir afhentu gjafirnar.

Lionsfélagar í Kaldá þakka bæjarbúum fyrir stuðn­ing á liðnum árum.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here