Bráðungur Hafnfirðingur gaf út bók

Smári Hannesson skrifaði bók 11 ára

Smári Hannesson með bók sína í verslun Pennans/Eymundsson

„Afinn sem æfir fimleika er æsispennandi saga fyrir hressa krakka, ömmur, afa og líka pabba og mömmur“, segir á baksíðu nýrrar bókar sem ungur Hafnfirðingur hefur gefið út. Smári Hannesson er ungur höfundur með óbeislandi ímyndunarafl, óseðjandi forvitni og bullandi skopskyn. Hann skrifaði þessa sögu þegar hann var 11 ára gamall og fær hugarheimur barnsins að njóta sín í máli og myndum. Smári var fermdur í ár en hann myndskreytti bókina sjálfur.

Því sem næst frá því Smári gat skrifað, hefur hann skrifað smásögur og því var það að skrifa heila bók kannski bara eðlilegt framhald af því.

Smára finnst gaman að skrifa og hann fékk skemmtilega hugmynd að titli og byrjaði á að skrifa út frá honum. Svo fæddust fleiri hugmyndir sem hann fléttaði inn í söguna. Bókina má m.a. fá í Pennanum/Eymundsson á Strandgötu.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here