fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimFréttirMannabein í garði reyndust úr hundi

Mannabein í garði reyndust úr hundi

Ökumaður bifhjóls handtekinn eftir ítrekuð brot á umferðarlögum og stutta eftirför lögreglu í hverfi 220 eins og segir dagbók lögreglunnar í gær. Ökumaður er einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem og að aka án ökuréttinda.

Ekkert hverfi er þó til í Hafnarfirði með þessu nafni en er til sem póstnúmer eins og allir vita.

Héldu sig hafa fundið mannabein

Kl. 18:48   var  tilkynnt um hugsanlegan fund á mannabeinum við gröft í garði í hverfi 220. Eftir  nánari athugun var svo talið að þarna hefðu fundist bein úr hundi en ekki mannabein.

Tilkynnt var um eld á opnu svæði í Hafnarfirði kl. 02:52 en ekkert nánar hafði verið skrifað í dagbók lögreglunnar þegar tilkynning frá lögreglunni var send út.

Þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var án ökuréttinda. Einnig var hann grunaður um vörslu fíkniefna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2