Lýst eftir bíl sem stolið var við Suðurbæjarlaug

Myndin er af sambærilegri bifreið.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hvítum Chevrolet Cruze árgerð 2011  með skráningarnúmerið GUS15, en bílnum var stolið frá Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í gær.

Sjáist bíllinn í umferðinni þá vinsamlegast hringið tafarlaust í 112, en upplýsingum um hvar bíllinn er niðurkominn má sömuleiðis koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Meðfylgjandi er mynd af sambærilegri bifreið.

Ummæli

Ummæli