fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Loksins vinstri beygja bönnuð og enn beðið eftir framkvæmdum

Ekki varð af lagfæringum á Flatahrauni í fyrra en breyta á aðkomu að Krónunni til að auka umferðaröryggi. Enginn bauð í verkið.

Lesandi Fjarðarfrétta, Stefán Sigurður Harðarson, sendi Fjarðarfréttum mynd sem sýnir að vinstri beygja verið bönnuð þegar ekið er út frá Krónunni. Skv. upplýsingum frá starfsmanni Hafnarfjarðarbæjar eru um 4 vikur síðan skiltin voru sett upp.

Það hefur oft valdið hættu þegar ökumenn hafa sveigt til vinstri þegar þeir aka út frá Krónunni, ekki síst fyrir þá sem eiga leið um gatnamót Flatahrauns og Álfaskeiðs.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 28.ágúst 2019 að fresta framkvæmdinni til næsta árs og vísaði því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða tímabundnar aðgerðir til að tryggja umferðaröryggi.

Virðist þessi aðgerð vera liður í þessum tímabundnu aðgerðum.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar