fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirLögregla elti ræningja til Hafnarfjarðar eftir vopnað rán í Garðabæ

Lögregla elti ræningja til Hafnarfjarðar eftir vopnað rán í Garðabæ

Lögreglan ók utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar

Á tíunda tímanum í morgun var framið vopnað rán í apóteki í Garðabæ. Maður, vopnaður exi, ruddist þar inn, hótaði starfsfólki og komst undan með feng að sögn lögreglu.

Upplýsingar lágu fyrir um bifreiðina sem ræninginn notaði til flóttans en lögreglan varð fljótt vör við bifreiðina og veitti henni eftirför. Var bifreiðinni ekið með miklum hraða gegnum Garðabæ og inn í Hafnarfjörð.

Þar var bifreiðinni ekið utan í aðrar bifreiðar á flóttanum og lauk eftirförinni með því að lögreglan átti engra annarra kosta völ en að aka utan í bifreiðina og stöðva för hennar þannig.

Er það mat Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi hafi orðið til þess að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins.

Einn maður var handtekinn í bifreiðinni og er málið í rannsókn í þessum töluðu orðum. Starfsfólk apóteksins mun þiggja áfallahjálp vegna málsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2