Ljósastýring á Fjarðargötu styttir akstur strætó um 7.600 km

Hér mun koma ljósastýring til að hleyp strætisvögnum yfir Fjarðargötuna.

Eins og bæjarbúar hafa eflaust tekið eftir hafa verið framkvæmdir í gangi á lFjarðargötunni, gegnt Firði. Þar er nú verið að setja upp ljósastýringu og útbúa möguleika á þverun götunnar svo hægt sé að aka strætisvögnum út frá biðstöðinni og taka vinstri beygju til suðurs.

Skv. upplýsingum frá Strætó er talið að þessi aðgerð geti sparað um 7.600 km akstur á vetri en nú þurfa vagnarnir að sveigja til hægri og aka um hringtorgið við mót Strandgötu og Vesturgötu.

Ekki er vitað hvaða áhrif þessi breyting hefur á flæði almennrar umferðar á Fjarðargötu.

Uppfært kl. 12.40:
Skv. upplýsingum frá Helgu Ingólfsdóttur, formanni umhverfis- og framkvæmdaráði var gerð umferðargreining sem benti til þess að þessi breyting hefði óveruleg áhrif á umferðarflæði um götuna þar sem raunverulegi flöskuhálsinn væri hringtorgið Fjarðartorg, gegnt Hafnarfjarðarkirkju.

Lítil virðing við gangandi vegfarendur við framkvæmdir

Hér má sjá hvernig gangbrautinni er einfaldlega lokað þegar lítið mál er að gera bráðabirgðabrú yfir.

Við framkvæmdir lokaðist gangbrautin yfir Fjarðargötuna og að göngustígnum meðfram ströndinni. Engar merkingar voru settar upp sem bentu gangandi vegfarendum á aðra leið eða neitt gert til að gefa gangandi vegfarendum tækifæri á að komast eftir gangbrautinni.

Virðist þetta vera nokkuð algengt vandamál við framkvæmdir og má t.d. sjá dæmi um þetta á Hamrabergi þar sem mokað er upp á gangstéttina og ekki hægt að fara þar um með barnavagn eða á hjólastól auk þess sem hætta skapast fyrir gangandi.

Gönguleiðin er mjög þröng á gangstétt á Hamraberginu og öryggi gangandi ekki tryggt.

Gangbrautin yfir Fjarðargötu var ekki opnuð fyrr en nokkrum dögum síðar þegar búið var að ganga frá henni með hellulögn.

Ummæli

Ummæli