fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLíflegt á konukvöldi í Firði

Líflegt á konukvöldi í Firði

Konukvöldin í Firði hafa verið árviss viðburður vor og haust og líflegt var á einu slíku 2. maí sl.

Tæplega 80 ára unglingurinn, hún Mjöll Hólm steig fyrst á svið og heillaði fólk með hressilegri framkomu og gullfallegum söng. Enginn söngkona hefur átt eins langan feril og hún en hún byrjaði að syngja árið 1959 og hefur sungið alla tíð síðan. Langfrægasta lagið sem hún gaf út er eflaust lagið „Jón er kominn heim“ sem kom út árið 1971. Hún réði sig í hljómsveit Elfars Berg, sem margir muna eftir sem sjoppurekanda á Holtinu í Hafnarfirði og einnig með hljómsveit Karl Lillendahls.

Mjöll Hólm

Næst var það hinn rétt tæplega 82 ára Garðar Guðmundsson sem steig á svið og söng fyrir fyrstu gesti konukvöldsins. Garðar er af fyrstu kynslóð íslenskra rokkara og var um tíma þekktur sem hinn íslenski Cliff Richards.

Hann söng með mörgum vinsælum hljómsveitum, söng með Hljómsveit Aage Lorange, hljómsveit Árna Ísleifs og Hljómsveit Skapta Ólafssonar svo ekki sé minnst á KK sextettinn og Diskó kvintettinn.

Garðar Guðmundsson

Það var ekki að heyra á röddinni að hann væri að verð 82 ára og heillaði fólk með söng sínum.

Idolstjarnan Jóna Margrét Guðmundsdóttir úr Mosfellsbænum heillaði gesti upp úr skóm og sökkum með mögnuðum söng og stemmningin var mjög góð.

Jóna Margrét Guðmundsdóttir

Tómas Helgi Wehmeier steig svo á svið með gítarinn en hann flutti m.a. lagið Ég og þú í söngvakeppninni 2018. Fólk var í góðum gír í Firði með allt þetta flotta tónlistarfólk.

Tómas Helgi Wehmeier

Það var svo Látúnsbarkinn og Hafnfirðingurinn Bjarni Arason sem lauk tónlistarveislunni með sínum eldmóð og kröftugum söng.

Bjarni Arason

Góð verslun og margt í boði

Þó oft hafi verið fleiri á konukvöldi í Firði þá eru fulltrúar Fjarðar nokkuð ánægðir og verslun mjög lífleg í mörgum verslunum. Boðið var upp á hressingu í verslunum og allir í hátíðaskapi, tilboð í gangi og kynningar á ýmsum vörum á göngum Fjarðar.

Allir sem komu fengu happdrættismiða og voru vinningar veglegir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2