Leigir fólki íbúðir í iðnaðarhúsi sem breytt hefur verið án heimildar

Bæjaryfirvöld hafa skipað eiganda að rýma húsnæðið

Suðurhella 10

Eigenda stærsta hluta iðnaðarhúsnæðisins að Suðurhellu 10 hefur verið gert að rýma húsnæðið en þar hefur hann án heimilda gert milliloft og gert fjölmörg íbúðarrými ofan við iðnaðarstarfsemi, sem hafa því ekki hlotið samþykki slökkviliðs eða opinberra aðila.

Það er fyrirtækið Firring fasteign ehf. sem á húsnæðið og hefur það fengið ítrekaða fresti til að rýma húsið en fyrirtækið sendi bæjaryfirvöldum bréf um nýtingarhlutfall og milliloft og var það tekið fyrir á fundi ráðsins 12. janúar sl. og var aðgerðum byggingarfulltrúa þá frestað um tvær vikur. Fyrri eigandi hafði sótt um leyfir fyrir millilofti en þá var talið að farið yrði yfir leyfilegt nýtingarhlutfall á lóðinni og féll málið niður ef marka má fundargerðir.

19. mars sendi Lárus Ragnarsson bréf þar sem óskað var eftir 90 daga fresti á rýmingu húsnæðisins sem fara átti fram 23. mars.

Í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá síðasta mánudegi kemur fram að ljóst sé að einn eigandi Suðurhellu 10, Firring Fasteign, hafi fengið ítrekaða fresti.

Skipulags- og byggingarráð samþykkti þó að lóðarhafi hafi 60 daga til að rýma húsnæðið.

Suðurhella 10

Leigjendur eflaust í góðri trú

Húsnæðið er skv. samþykktum teikningum 1.441 m² að grunnfleti á einni hæð og ætla má að hluti Firringar fasteignar ehf. sé um 1.250 m². Í þann hluta húsnæðisins hefur verið sett milliloft og innréttuð íbúðarrými.

Eru leigjendur eflaust í góðri trú en þar sem engar heimildir eru fyrir milliloftinu hefur slökkvilið m.a. ekki tekið húsnæðið út og ekkert öryggi fyrir því að eldvarnir séu í lagi.

Þegar svo ber undir hafa byggingaryfirvöld enga aðra kosti en að rýma húsnæðið.

Ummæli

Ummæli