Mánudagur, apríl 21, 2025
HeimFréttirLausnir á umferðarvanda á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika kynntar á vordögum

Lausnir á umferðarvanda á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika kynntar á vordögum

Fyrir fund bæjarstjórnar í vikunni áttu bæjarfulltrúar og starfsfólk fund með fulltrúum Vegagerðarinnar. Umræðuefni fundarins voru mál sem þarfnast úrlausnar hér í Hafnarfirði.

Þetta kemur fram í Facebook færslu bæjarstjóra,

Í uppfærðum samgöngusáttmála er stefnt að því að framkvæmdir við Reykjanesbraut frá N1 og að Kaplakrika hefjist árið 2028.

Segir Valdimar Víðisson að á vordögum verði kynntar lausnir sem mögulegar eru og segir hann mikilvægt er að leysa úr þeim umferðahnút sem myndast þar, en það er ekki ný frétt fyrir bæjarbúa og þá sem þarna þurf að fara um.

Segir hann að á framkvæmdartímanum þurfi svo að finna góða, skilvirka og örugga tímabundna lausn. Getur það verið vandfundið en fer eftir því hvaða lausn verði valin.

Segir hann þó að fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar hafi verið í góðu samtali við Vegagerðina um lausnir. Helst sé verið að skoða einhversskonar aðgangsstýringar á háannatímum.

Flóttamannavegur

„Ofanbyggðavegur eða Flóttamannavegur er einnig forgangsmál okkar Hafnfirðinga. Ljóst að umferðin um þann veg hefur margfaldast síðustu ár. Fjölmargir sem nýta þann veg til að losna við umferðaþunga Reykjanesbrautar og einnig eru margir sem nýta veginn til að komast til og frá Hamranesi, Skarðshlíð og Völlum og einnig til að komast til og frá vinnu á atvinnusvæðinu á Völlunum.“

Upplýsti hann að í gær hafi verið góður og gagnlegur fundur Vegagerðarinnar með bæjarstjórum og lykilstarfsfólki í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Góður samhljómur hafi veriði á fundinum og allir sammála mikilvægi þess að finna góða lausn.

Lykilstarfsfólk þessara sveitarfélaga mun skipa spretthóp sem hefur það verkefni að taka saman tillögur að lausn. Vegurinn, eins og hann er í dag, er ekki að ráða við þessa auknu umferð og er hann farinn að lára verulega á sjá. Segir hann þetta aðkallandi mál í umferðaröryggismálum höfuðborgarsvæðisins.

Bláfjallavegur

Annað hagsmunamál okkar Hafnfirðinga er Bláfjallavegur og var rætt um mikilvægi þess að tryggt verði fjármagn til endurbóta sem standast kröfur um vatns- og umhverfisvernd. Vegurinn mun sérstaklega nýtast okkur Hafnfirðingum og íbúum á Suðurnesjum vegna aðkomu að Bláfjallasvæði og að Suðurlandi.

9Það er þverpólítísk sátt um þessi forgangsmál innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og munum við áfram vinna ötullega að þessum málum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2