fbpx
Laugardagur, febrúar 24, 2024
HeimFréttirKjartan Jóhannsson er látinn

Kjartan Jóhannsson er látinn

Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi stjórnmálamaður og ráðherra, er látinn. Hann lést á heimili sínu sl. föstudag, 13. nóvember.

Kjartan fæddist 19. desember 1939 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Foreldrar Kjartans voru hjónin Jóhann Þorsteinsson (1899-1976), kennari og forstjóri á Sólvangi í Hafnarfirði, og Astrid Alva Maria Dahl (1908-2000) hjúkrunarfræðingur. Kjartan lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og prófi í byggingarverkfræði í Stokkhólmi 1963. Aflaði sér síðan framhaldsmenntunar í rekstrarverkfræði og lauk doktorsprófi frá háskóla í Chicago 1969. Kjartan rak ráðgjafarþjónustu í rekstri og áætlanagerð 1966-1978 og var skipaður dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands í ársbyrjun 1974.

Kjartan varð snemma félagslega sinnaður. Var kjörinn til trúnaðarstarfa strax á námsárunum sínum í MS og í Svíþjóð var hann tvívegis formaður Íslendingafélagsins. Var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1974-1978, varaformaður Alþýðuflokksins 1974-1980 og formaður flokksins 1980-1984. Kjartan var alþingismaður 1978-1989, sjávarútvegsráðherra 1978-1979 og aukinheldur viðskiptaráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins frá hausti 1979 fram í febrúar 1980. Kjartan var félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar frá 1970.

Kjartan var skipaður sendiherra 1. ágúst 1989 og tók við starfi sem fastafulltrúi Íslands gagnvart SÞ og öðrum alþjóðstofnunum í Genf 1989. Því starfi gegndi Kjartan til 1994. Utanríkisviðskiptaráðherrar EFTA-landanna völdu svo sumarið 1993 Kjartan í stöðu aðalframkvæmdastjóra samtakanna sem hann var frá 1994-2000. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur var ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlegrar stofnunar. Síðar var Kjartan fastafulltrúi Íslands í Brussel til Evrópusambandsins 2002-2005. Hann var þá aðalsamningamaður Íslands við ESB um breytingar á EES-samningi vegna inngöngu Austur-Evrópuþjóða í sambandið.

Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Irma Karlsdóttir bankafulltrúi fædd 1943. Dóttir þeirra er María Eva Kristína, f. 22. mars 1963, viðskiptafræðingur frá HÍ og hagfræðingur, búsett í Bandaríkjunum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2