fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÍslandsmótið í golfi hófst á Hvaleyrarvelli í morgun

Íslandsmótið í golfi hófst á Hvaleyrarvelli í morgun

Keppt á glæsilegum, nýendurbættum Hvaleyrarvelli

Í morgun hófst Íslandsmótið í golfi 2017  á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Alls eru 141 keppendur skráðir til leiks, 112 karlar og 29 konur.

Sjálboðaliðarnir í Keili tilbúnir í slaginn

Framlag sjálfboðaliða er einn allra mikilvægasti þátturinn í framkvæmd mótsins en varlega áætlað má segja að sjálfboðaliðar leggi til yfir 1.000 vinnustundir á næstu dögum, allir með það markmið að halda besta Íslandsmót sem haldið hefur verið.

Flestir af bestu kylfingum Íslands mæta til leiks og má þar nefna atvinnukylfingana Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni, Axel Bóasson úr Keili og Harald Franklín Magnús GR.

Meðalforgjöf karla á Íslandsmótinu 2017 er 2,02. Meðalforgjöf kvenna á Íslandsmótinu 2017 er 3,17.

Aðeins þeir sem eru með 5,5 eða lægri forgjöf geta tekið þátt í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Í kvennaflokki eru takmörkin við 8,5 í forgjöf.

Meðalaldur karla í mótinu er 27 ár. Elsti keppandinn er 64 ára, Björgvin Þorsteinsson, og Böðvar Bragi Pálsson GR er sá yngsti en hann er 14 ára, fæddur árið 2003.

Meðalaldur kvenna í mótinu er 22 ár. Elsti keppandinn er 52 ára, Þórdís Geirsdóttir og tveir keppendur í kvennaflokki eru 14 ára eða fæddar árið 2003. Kinga Korpak GS og Eva María Gestsdóttir úr GKG.

Keppt á endurbættum velli

Föstudaginn 14. júlí hófst nýr kafli í sögu Keilis þegar ný viðbót við Hvaleyrarvöll var opnuð ásamt breytingum á Sveinskotsvelli. Þrjár nýjar brautir bættust við Hvaleyrina. Ný 13. hola, Holtið, er par 4 og liggur frá 18. flöt að nýjum 14. teig. Ný 14. hola, Lónið, liggur frá bátaskýlunum við Hvaleyrarlón og að teig nýrrar 15. holu, sem er par 3 hola og hefur hlotið nafnið Yfir hafið og heim.

Nýja 13. holan á Hvaleyri

Framkvæmdatíminn hefur verið með allra stysta móti. Sáð var í 14. brautina fyrir 11 mánuðum síðan og er ótrúlegt að sjá gróskuna í brautinni. Vallarstarfsmenn vinna nú að því að ganga frá síðustu glompunum ásamt því að klára síðustu teigana. Á 13. brautinni verður slegið af aftasta parti 1. teigs á Sveinskotsvelli af gulum, bláum og rauðum teigum til að byrja með. Nýir teigar 13. brautar verða tilbúnir seinna í sumar.

Heimild og myndir: Heimasíða Keilis og Golfsambands Íslands

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2