Hundur sogaðist á kaf í stíflu í Lækjarbotnum

35 kg hundur sogaðis niður í rör og kom út neðan við stífluna

Gamla stíflan í Lækjarbotnum
Kolbeinn Hrafnkelsson
Kolbeinn Hrafnkelsson

Sundkappinn Kolbeinn Hrafnkelsson var með hundinn sinn í gönguferð upp með læknum ofan við Flóttamannavef sl. laugardag. Er hann kom að gömlu vatnsstíflunni í Lækjarbotnum fór labrador hundur hans út í og synti í lóninu. Hundurinn er stór og sterkur, 35 kg að þyngd og vanur að synda eins og Kolbeinn.

Allt í einu hverfur hundurinn, sogast niður í vatnið og bregður Kolbeini eðlilega við og veður á eftir honum í nokkuð djúpt vatnið. Teygir hann höndina niður í rörið eins langt og hann náði en fann hvergi hundinn. „Ótrúlegt en satt þá skaust hann í gegn og alveg ómeiddur,“ segir Kolbeinn og var verulega létt.

Segir hann að mjög mikinn kraft þurfi til þess að draga niður 35kg hund og hefði þetta getað farið mun verr.

hundur_3
Hundurinn sogaðist niður í rörið og í gegnum það

„Ég veit að margir hundaeigendur nýta sér þetta svæði og hef ég oft séð krakka vera að leika sér þarna nálægt. Þess vegna vil ég benda fólki á að þetta svæði getur verið stórhættulegt, sérstaklega núna þar sem að lækurinn er mjög vatnsmikill,“ segir Kolbeinn en báðir eru sundkapparnir búnir að jafna sig á atvikinu.

Þarna kom hundurinn út eftir að hafa sogast í gegnum rörið
Þarna kom hundurinn út eftir að hafa sogast í gegnum rörið. Ljósmyndir: Kolbeinn Hrafnkelsson.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here