Hollvinasamtök Hellisgerðis er meðal 630 afskráðra félagasamtaka

Í kjölfar áskorunnar um skráningu raunverulegra eigenda virðist sem fólk kjósi að afskrá óvirk félag en félagasamtök eru ekki undanþegin þessari skráningu þó í eiginlegri merkingu hafi þau engan eiganda. Þá bera að skrá stjórn viðkomandi félags og skal uppfæra þá skrá í hvert sinn sem stjórn breytist.

Kristín Gunnarsdóttir hjá Skattinum segir í svari til Fjarðarfrétta að um 630 félagasamtök hafi verið afskráð frá áramótum. Segir hún langstærstan hluta þeirra afskráninga megi rekja til félaga sem voru löngu hætt starfsemi án þess að því hafi verið fylgt eftir með slitum og formlegri afskráningu.

Meðal þeirra félaga sem hafa verið afskráð er Hollvinasamtök Hellisgerðis sem stofnuð voru 2012 en voru afskráð sl. mánudag.

Á vef Skattsins má lesa eftirfarandi um skráning raunverulegra eigenda félagasamtaka og sambærilegra aðila:

Í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að skrá raunverulegan eiganda lögaðila á grundvelli eignarhalds skal sá einstaklingur, einn eða fleiri, sem stjórnar starfsemi lögaðilans teljast raunverulegur eigandi. Það má skrá stjórn í heild, að hluta eða framkvæmdastjóra. Það er undir félaginu komið að meta hvaða einstaklingur það er, einn eða fleiri sem í raun stjórnar starfsemi félagsins.

Þegar aðili er skráður raunverulegur eigandi á grundvelli stjórnunar þýðir það ekki að aðilinn sé „raunverulegur eigandi“ í samræmi við almenna málvenju. Félagið verður ekki talið hans eign í skilningi eignaréttar og skráningunni fylgir engin skattaleg ábyrgð eða skylda. Skráning raunverulegra eigenda felur ekki í sér aukna ábyrgð á viðkomandi einstaklinga umfram þá ábyrgð sem þegar fylgir því að starfa í félögum.

Sjá nánar hér.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here