fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirHestamenn ráðast gegn gömlum göngustíg sem er í fullu samræmi við skipulag

Hestamenn ráðast gegn gömlum göngustíg sem er í fullu samræmi við skipulag

Nýr tengistígur verður lagður í ár - stígur sem Sörli kærði og tafði um heilt ár

Í vor var sagt frá deilu sem upp var komin um gamlan og mikið notaðan göngustíg í gegnum skóginn í Gráhelluhrauni. Í gegnum tímann hefur svæði hestamanna færst nær skóginum sem hefur verið í umsjá Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hafa leiðir hestamanna og almennings því oft skarast og stundum hefur slegið í brýnu en hestamenn hafa talið sig eina hafa rétt á að nýta þá stíga sem þarna eru.

Í grófum dráttum var fyrirhugað að gera stíg þar sem gula línan er en Sörli mótmælti.

Í umferðarlögum er reiðstígur skilgreindur eftirfarandi:

Reiðstígur: Vegur eða stígur skipulagður af sveitarfélagi sem ætlaður er sérstaklega fyrir umferð reiðmanna á hestum og er merktur þannig.

Hvergi er bannað að ganga á reiðstíg en ákvæði eru um vélknúin ökutæki.

Undanfarið hafa verið sett upp skilti, líklegast af Hestamannafélaginu Sörla, þar sem getið að viðkomandi stígar séu eingöngu (ekki sérstaklega) ætlaðir hestum og hestamönnum, auk fleiri skilta sem engin formleg leyfi eru fyrir.

Hér tengjast stígarnir tveir, syðst í skóginum.

Nýverið var svo gengið enn lengra og göngustígur í skóginum grafinn í sundur með smágröfu, líklega þeirri sömu sem hefur verið við vinnu á reiðstígunum.

Er þetta ekki með neinu leyfi frá Hafnarfjarðarbæ og hafði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs engar upplýsingar um þessa lokun. Hún sagði hins vegar að á þessu ári væri áætlað að tengja göngustíginn með sér stíg að Kaldárselsvegi þar sem hann mun þvera Kaldárselsveginn og tengjast nýja, göngu- og hjólastígnum þar.

Þessari tengingu, sem getið er í deiliskipulagi, mótmælti Sörli og kærði en varð ekki að ósk sinni. Helsta andstaða þeirra væri að þá þveruðu gangandi vegfarendur reiðstíginn sem liggur samsíða Kaldárselsvegi.

Hefði þessi kæra ekki komið til hefði tengingin verið gerð á síðasta ári og þá væru gangandi og ríðandi ekki að deila sama stíg skammt frá reiðvellinum.

Töluverð umræða hefur verið um þessar aðgerðir Sörla á samfélagsmiðlum og þykir mörgum yfirgangurinn mikill þar sem hestamenn fara um flestar gönguleiðir í bæjarlandinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2