fbpx
Laugardagur, nóvember 2, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHaukar stefna á úrvalsdeildina í knattspyrnu kvenna

Haukar stefna á úrvalsdeildina í knattspyrnu kvenna

Úrslitaleikur við Keflavík á föstudaginn kl. 19:15 á Ásvöllum

Stelpurnar í meistaraflokki hjá Haukum hafa staðið sig geysilega vel í harðri baráttu í 1. deildinni í knattspyrnu.  Segir Valborg Óskarsdóttir, formaður meistaraflokksráðs Hauka að samkeppnin hafi verið hörð og deildin hafi verið mjög spennandi. Það hafi verið mjög sterk lið í öllum riðlunum þremur.

Haukar slógu HK/Víking út

Haukar enduðu í 2. sæti í B-riðli með 28 stig en Grindavík var efst með 37 stig. Alls kepptu 22 lið í 1. deild og átta lið keppa til úrslita. Í úrslitakeppninni slógu Haukar HK/Víking út en liðið hafði sigrað í A-riðli.

Í undanúrslitum keppa ÍR og Grindavík annars vegar og Haukar og Keflavík hins vegar. Grindavík vann fyrri leikinn við ÍR 2-0 og Keflavík sigraði Hauka í fyrri leiknum 1-0.

Síðari leikirnir verða á föstudaginn og þau lið sem sigra keppa svo um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild. Þau fara hins vegar bæði upp í úrvalsdeild svo það er mikið í húfi hjá Haukum á föstudaginn.

Valborg segir stelpurnar mjög vongóðar þrátt fyrir tapið í fyrri leiknum. Þær hafi verið betri aðilinn í leiknum en óheppnar.

KSÍ lengdi tímabilið með stuttum fyrirvara

Haukar leika án tveggja leikmanna sem farnar eru af landi brott en KSÍ ákvað nú í september að lengja tímabilið um 10 daga vegna leikja tveggja leikmanna með U-19 landsliðinu og með erlendu landsliði. Þetta hafi kostað félögin mikil útgjöld og félög hafi misst leikmenn sem voru búnir að gera önnur plön sem ekki var hægt að breyta. Segir Valborg þetta algjörlega ólíðandi.

Kalla eftir stuðningi Hafnfirðinga

Leikurinn við Keflavík verður á Ásvöllum á föstudaginn kl. 19:15 og þurfa Haukar að vinna upp forskot Keflavíkur en leikið verður til úrslita. Eru Hafnfirðingar hvattir til að mæta á völlinn og hvetja Haukastelpurnar til sigurs.

Haukar hafa 7 sinnum leikið í úrvalsdeild frá 1979; árin 1985, 1991, 1992, 1997, 1998, 2003 og 2010.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2