fbpx
Föstudagur, apríl 19, 2024
HeimFréttirHafnarfjarðarbær tekur upp fræðslukerfi fyrir starfsfólk sveitarfélagsins

Hafnarfjarðarbær tekur upp fræðslukerfi fyrir starfsfólk sveitarfélagsins

Nýtt fræðslukerfi fyrir starfsfólk bæjarins

Hafnarfjarðarbær hefur opnað nýtt fræðslukerfi – Eloomi – fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað undanfarna daga, vikur og mánuði með aðkomu fagaðila og er það von allra hlutaðeigandi, sem tekið hafa þátt í mótun, þróun og uppbyggingu kerfisins að það marki nýtt upphaf í fræðslumálum innan sveitarfélagsins.

Umbreyting kallar á aukna stafræna miðlun

Mikil umbreyting er að eiga sér á öllum sviðum sem kallað hefur að aukna stafræna miðlun og þjónustu og afgreiðslu í gegnum rafrænar þjónustuleiðir. Þessi þróun nær einnig til fræðslumála og er framtíðarsýnin sú að fræðsla og símenntun verði í auknu mæli á rafrænu formi. Með því að nýta fræðslukerfi eins og Eloomi er verið að einfalda og auka möguleika starfsfólks á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins á fræðslu og símenntun.

„Fræðslukerfið er vettvangur fræðslu og fróðleiks og nú er hægt að miðla mikilvægri fræðslu til alls starfsfólks sveitarfélagsins með einföldum hætti. Hluti af fræðslunni er valkvæð og til þess fallin að auka skilning á Hafnarfjarðarbæ í heild sem vinnustað en síðan er hluti skyldufræðsla fyrir ákveðna hópa starfsfólks. Þannig er mismunandi fræðsla listuð á hvern og einn starfsmann og það í takt við starfsstöð og fagsvið. Nú geta stjórnendur á starfsstöðvum okkar víðsvegar um bæinn líka búið til sérhæfða fræðslu og listað á sitt starfsfólk. Þetta er nýr vettvangur til miðlunar fyrir okkur öll,“ segir Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar sem er að vonum ánægð með þetta stóra og mikilvæga skref sveitarfélagsins í fræðslumálum.

Sú nútímavæðing og stafræna vegferð sem er að eiga sér stað á þjónustu sveitarfélagsins nær líka til starfsfólks og þeirrar þjónustu sem veitt er innanhúss. Þessi innleiðing á fræðslukerfi er liður í umbreytingunni og er til þess fallin að skila skilvirkni í rekstri, skýrari verkferlum og öflugara starfsumhverfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Nánar má sjá um Eloomi á www.eloomi.com

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2