Guðni sigraði afgerandi í forsetakosningunum og hlaut 92,2% atkvæða

Hr. Guðni Th. Jóhannesson fékk afgerandi stuðning í áframhaldandi setu sem forseti Íslands.

Það var á áttunda tímanum í morgun sem endanleg úrslit voru ljós í forsetakosningunum en þá bárust lokatölur úr Suðvesturkjördæmi.

Guðni Th. Jóhannesson fékk afgerandi stuðning í embætti forseta Íslands en hann hlaut 92,2% atkvæða þeirra sem tókiu afstöðu en Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8% atkvæða.

Kjörsókn var 66,9 prósent, mest í Norðvesturkjördæmi, 69,2% en minnst í Suðurkjördæmi, 64,6%. Í Suðvesturkjördæmi var 68% kjörsókn.

Úrslit

  • Á kjörskrá: 252.267
  • Greidd atkvæði: 168.821
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 12.797 – 7,58%
  • Guðni Th. Jóhannesson: 150.913 – 89,39%
  • Auðir seðlar: 4.043 – 2,39%
  • Ógildir: 1.068 – 0,63%

Ummæli

Ummæli