fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimFréttirGleðilegt ár! - Himinninn logaði í Hafnarfirði

Gleðilegt ár! – Himinninn logaði í Hafnarfirði

Flugeldar fóru inn um glugga

Gleðilegt ár kæri lesandi og takk fyrir samfylgdina á liðnu ári.

Gamlárskvöld var fjörugt í Hafnarfirði og miklu skotið upp við góðar aðstæður. Eins og meðfylgjandi myndir sýna má segja að himinninn logaði en myndirnar voru teknar úr Setbergshverfi.

Ekki fóru þó allir flugeldar til himins en lögreglu var tilkynnt um tvo flugelda sem fóru inn um glugga íbúða í Hafnarfirði.

Upp úr kl. 20 á gamlársköld var lögreglunni tilkynnt um flugeld sem hafði farið inn um glugga á íbúðarhúsnæði. Fór lögregla fór á vettvang og voru glerbrot á víð og dreif.

Aftur var tilkynnt um flugeld sem hafði farið inn um glugga á íbúðarhúsnæði um miðnætti þegar enginn var heima. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom en allt var í rústi skv. upplýsingum í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um eld í gróðri við Kaldárselsveg upp úr kl. 21. Lögregla fór á vettvang ásamt slökkviliði. Ekki segir í dagbók lögreglu nánar um eldinn en slökkvilið var ekki lengi á vettvangi og fór í burtu með blikkandi ljós.

Upp úr kl. 1 á nýársnótt var tilkynnt um eld í ruslatunnu. Lögregla fór á vettvang ásamt slökkviliði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2