fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirGlæsilega kaffisala Hraunprýðiskvenna er á fimmtudaginn

Glæsilega kaffisala Hraunprýðiskvenna er á fimmtudaginn

Haldið á lokadegi vertíðar

Slysavarnardeildin Hraunprýði heldur sína árlegu kaffisölu á fimmtudaginn kl. 14-18 í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

Er kaffisalan gömul hefð og ávallt haldin á gömlum lokadegi vertíðar á Suðurlandi og var kaffisalan þá kölluð „lokadagskaffi“. Þar má finna glæsilegar brauðtertur, kökur og fleira og það er bara eitt gjald og menn geta borðað eins og þeir geta og þambað kaffi með.

Einnig er hægt fyrir stærri hópa að leggja inn pöntun og sækja.
Tekið er við pöntunum á: sibbahilm@visir.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2