Garðaúrgangur ekki sóttur heim til fólks í ár

Gámar fyrir garðaúrgang verða við grunnskólana

Undanfarin ár hefur á hreinsunardögum í Hafnarfirði verið hægt að skilja eftir garðaúrgang við lóðarmörk sem Hafnarfjarðarbær sá um að sækja og farga.

Gámar fyrir garðaúrgang við grunnskólana

Nú verður annar háttur á og settir verða upp gámar fyrir garðaúrgang við alla grunnskóla bæjarins.

Gámarnir verða við skólana frá morgni fimmtudagsins 21. maí til kl. 17, sunnudaginn 24. maí. 

Ekki má setja garðaúrganginn í pokum í gáminn heldur skal losa úr pokunum í gáminn.

Minnka má verulega garðaúrgang sem þarf að fara með í burtu með því að hafa safnhaug í garðinum og nýta til moltugerðar.

Íbúar sem nú þegar eru komnir með poka við lóðarmörkin þurfa að fara með pokana í Sorpu en sjá má hvenær opið er á Breiðhellu hér.

Löngu tímabær breyting og/eða auknar kröfur um sóttvarnir

Tilvist þjónustunnar hefur verið til umræðu síðustu misseri en þjónustan hefur kallað á mikinn akstur og vinnu starfsmanna bæjarins. Vonir standa til þess að breytt fyrirkomulag leiði til þess að magn plastpoka og urðun tengd garðhreinsun minnki og að endurnýting og moltugerð aukist.

Ummæli

Ummæli