fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimFréttirFyrrverandi íþróttafulltrúi heiðraður í bak og fyrir

Fyrrverandi íþróttafulltrúi heiðraður í bak og fyrir

Heiðraður af hafnfirsku íþróttafélögunum

Ingvar S. Jónsson f.v. íþróttafulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ var heiðraður í dag af Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar f.h. íþróttafélaganna í Hafnarfirði. Var það gert í hádeginu í félagsheimili Golfklúbbsins Keilis.

Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH ávarpar gesti

Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH, rakti feril Ingvars í Hafnarfirði en hann flutti til bæjarins 1974. Hóf hann að þjálfa yngri flokka hjá Haukum í handbolta og hefur hann verið af sumum kallaður faðir körfuknattleiksins í Hafnarfirði. Hann var íþróttakennari og síðar íþróttafulltrúi þar til honum og öðrum starfsmönnum íþróttaskrifstofunnar var sagt upp í hagræðingu fyrir skömmu.

Heiðraði Hrafnkell Ingvar með gullmerki Íþróttabandalags Íslands og þakkaði honum vel unnin störf.

Hrafnkell Marinósson, Ingvar og Arnar Borgar Atlason formaður Keilis

Arnar Borgar Atlason formaður Keilis þakkað Ingvari einnig fyrir góð störf og var hann heiðraður af Keili með gullmerki félagsins.

Guðbjörg Norðfjörð varaformaður Körfuknattleikssambands Íslands

Guðbjörg Norðfjörð varaformaður Körfuknattleikssambands Íslands þakkaði Ingvari góð störf og það gerðu Viðar Halldórsson, formaður FH, Guðmundur Árni Stefánsson og Ingvar Viktorsson, fv. bæjarstjórar og FH-ingar og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka og fv. bæjarstjóri.

Voru öll á einu máli að Ingvar hafi rækt sitt starf af mikilli alúð, verið óumdeildur og verið íþróttamálum í Hafnarfirði til heilla.

Ingvar þakkaði allan þennan heiður og sagðist hafa átt mjög skemmtilegan tíma og átt góð samskipti við íþróttafélögin.

Ingvar Viktorsson og Guðmundur Árni Stefánsson f.v. bæjarstjórar
Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Hauka
Viðar Halldórsson formaður FH

 

 

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2