fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirFramsóknarflokkurinn jók fylgi sitt um 83,5%

Framsóknarflokkurinn jók fylgi sitt um 83,5%

Miðflokkurinn tapar yfir helming fylgis síns og Samfylkingin tapar þriðjungi af sínu

Kosningar til Alþingis voru sl. laugardag og var 81,1% kjörsókn í Suðvestur­kjör­dæmi, heldur minni en í síðustu alþing­is­kosn­ingum og enn minni var kjörsóknin í Hafnarfirði, 78,8% sem er mun lægra en í síðustu kosningum þegar hún var 82,4% og lægri en lægsta landsmeðaltal síðan um miðja síðustu öld.

Kjörsókn á landinu öllu var 80,1% sem er næst lægsta kjörsókn í a.m.k. 75 ár.

Á kjörskrá í Hafnarfirði voru 20.453 en voru 20.834 árið 2017.

Niðurstöður alþingiskosninga 2021

Fimm nýir þingmenn

Fimm þingmenn koma nýir inn á þing fyrir Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nú í fyrsta sinn kjörinn á þing, Þórunn Sveinbjarnardóttir kemur aftur inn á þing eftir nokkurt hlé, Ágúst Bjarni Garðarsson kemur nýr inn á þing og sömuleiðis Sigmar Guðmundsson og Gísli Rafn Ólafsson.

Tveir þingmenn kjördæmisins búa ekki í kjördæminu, þeir Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Sigmar Guðmundsson. Þrír þingmenn búa í Hafnarfirði, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Gísli Rafn Ólafsson.

Þingmenn Suðvesturkjördæmis 2021

Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi en heldur þingsætum sínum

Sjálfstæðisflokkurinn er áfram lang stærsti flokkurinn í kjördæminu þó hann tapi fylgi, aðrar kosningarnar í röð en heldur sínum 4 þingsætum.

Framsóknarflokkurinn eykur fylgi sitt langmest og bætir við sig þingmanni

Framsóknarflokkurinn vinnur lang­mest á, eykur fylgi sitt um 83,5% og bætir við sig manni, Ágústi Bjarna Garðarssyni, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

Fylgi Viðreisnar eykst um 20%

Viðreisn eykur fylgi sitt um fimmtung en bætir ekki við sig þingsæti.

Fylgi Fólks fólksins eykst um 16,9%

Flokkur fólksins eykur fylgi sitt um 16,9% og fær nú kjördæma­kjör­inn þingmann.

Óbreytt fylgi Pírata en fá viðbótarþingmann

Píratar halda sínu fylgi en bæta við sig jöfn­unar­þingmanni, en Hafnfirðingurinn Gísli Rafn Ólafs­son kom inn sem jöfnunar­þing­mað­ur eftir endur­taln­ingu í Norð­vestur­kjör­dæmi.
Miðflokkurinn geldur afhroð og tapar rúmlega helmingi af fylgi sínu og missir sinn þingmann.

Samfylkingin tapar 33,6% en heldur þingsæti sínu

Samfylkingin tapar þriðjungi af fylgi sínu frá síðustu kosningum en þá hafði flokkurinn aukið fylgi sitt um 155% frá kosningunum 2016 þar sem flokkurinn galt afhroð og fékk aðeins 4,8%. Samfylk­ingin heldur þó sínum þingmanni þar sem gamall þingmaður kemur inn á ný.
VG tapar 11% af fylgi sínu og tapar þingmanni.

Tveir þingmenn í kjördæminu búa ekki í kjördæminu, þeir Guðmundur Ingi Guð­brands­son og Sigmar Guð­mundsson.

Ellefu þingmenn eru kjördæmakjörnir en tveir eru í jöfnunarsætum, þeir Sigmar Guðmundsson og Gísli Rafn Ólafsson.

Suðvesturkjördæmi fær fleiri þingsæti

Misvægi milli SV og NV-kjördæmis er komið yfir leyfileg mörk og fær Suðvestur­kjördæmi því 14 þingsæti í næstu kosningum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2