Framsókn og Miðflokkurinn þurrkast út skv. könnun Gallup

Hlutfall þeirra sem ekki tóku afstöðu hár

Þau ná ekki kosningu skv. könnuninni, Ágúst Bjarni Garðarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Sigurður Þ. Ragnarsson.

Fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er jafnt skv. síma- og netkönnun sem gerð var af Gallup í nóvember og desember sl. og Fjarðarfréttir hafa undir höndum.

Framsókn, Miðflokkurinn og Bæjarlistinn þurrkast út skv. könnuninni.

Fylgi flokkanna

28,1%  Samfylkingin

28,1%  Sjálfstæðisflokkurinn

11,5%  Viðreisn

10.6%  Píratar

9,9%  Vinstri hreyfingin grænt framboð

4,2%  Framsóknarflokkurinn og óháðir

4,0%  Miðflokkurinn

2,0%  Bæjarlistinn í Hafnarfirði

1,6%  Annað

Hátt hlutfall tóku ekki afstöðu

Úrtak var 819 manns í Hafnarfirði, 18 ára og eldri, lagskipt tilviljunarúrtak úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá.

Fjöldi svarenda var 412 og tóku 197 afstöðu eða 47,8%.

8,3% myndu skila auðu.

2,9% myndu ekki kjósa

4,5% vildu ekki svara

36,6% sögðust ekki vita hvað þeir myndu kjósa

Ummæli

Ummæli